Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsgeitin Gylfi má ég fá treyjuna þína?
Ungi maðurinn með skiltið í gærkvöldi.
Ungi maðurinn með skiltið í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki að spyrja að því að vinsælasti leikmaður Bestu-deildar karla hjá ungu kynslóðinni er Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals.

Gylfi sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi gekk í raðir Vals í vetur eftir að hafa verið áður í Danmörku hjá Lynby.

Hann byrjaði hjá Val gegn Stjörnunni í Bestu-deildinni í gærkvöldi en var í tapliði því Stjarnan vann 1-0.

Ungur stuðningsmaður Stjörnunnar hugsaði sér gott til glóðarinnar með skilti í stúkunni og biðlaði til Gylfa að gefa sér treyjuna sína.

„Landsliðsgeitin Gylfi má ég fá treyjuna þína?" skrifaði hann á skiltið sitt.

Gylfi gekk að lokum af velli án þess að sjá skiltið svo sá ungi var ekki heppinn í þetta skiptið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner