Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn fá hrós frá Arteta - „Þetta er ótrúlegt“
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildin en Úlfarnir voru bráð liðsins í kvöld.

Leandro Trossard og Martin Ödegaard skoruðu mörkin í baráttuleik á Molineux og er Arsenal nú með eins stigs forystu á Manchester CIty.

Arsenal datt úr Meistaradeild Evrópu í vikunni en Arteta var ánægður með viðbrögðin.

„Viðbrögðin voru virkilega góð og er ég ótrúlega stoltur af þeim. Við náðum að bregðast við á réttan hátt og áttum skilið að vinna leikinn auk þess sem við héldum enn og aftur hreinu. Auðvitað er maður vonsvikinn að tapa gegn Bayern, þar sem var mjótt á mununum, en við eigum fimm leiki eftir og erum aftur á toppnum.“

„Maður er aldrei viss þó maður sé 2-0 yfir og Wolves er mjög gott lið. Þeir gerðu nokkrar breytingar og það bjó til vandræði fyrir okkur.“


Leandro Trossard skoraði enn eitt mikilvæga markið fyrir Arsenal á tímabilinu og var Arteta sáttur við hans framlag.

„Þau telja öll og aftur hafði hann áhrif fyrir leiðið og það er nákvæmlega það sem við þurfum.“

Arsenal hefur aðeins tapað einum deildarleik á þessu ári en það var gegn Aston Villa í síðustu umferð.

„Stöðugleikinn í varnarleiknum hefur verið mjög góður og það er það sem við þurfum til að vinna leiki í þessari deild. Eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og það er eiginlega ótrúlegt þegar þú skoðar formið sem við erum í á þessu almannaksári. Samt erum við ekki á toppnum, en það sýnir bara gæði deildarinnar“ sagði Arteta, sem væntanlega átti þar við að Man City á leik inni þar sem liðið getur tekið toppsætið að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner