Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
   lau 20. apríl 2024 22:50
Haraldur Örn Haraldsson
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Markið má sjá neðst í fréttinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH var frábær í leik dagsins þegar liðið hans vann 2-0 á móti HK í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Frábær sigur, það er alltaf mjög erfitt að koma inn í Kórinn og ná sér í stig. Það hefur gengið erfiðlega fyrir okkur síðustu ár. Mér fannst við bara 'solid' í dag varnarlega, svo bara fengum við færi og nýttum tvö af þeim. Þannig bara frábær þrjú stig og góð byrjun á mótinu."

Björn skoraði virkilega fallegt mark þar sem Ísak Óli sendi boltan inn í teiginn frá eigin vallar helmingi. Björn síðan kemur með frábæra móttöku og klárar mjög vel.

„Ég sá bara boltann þarna í öftustu línu og það er Ísak sem sendir hann upp. Ég er þarna milli tveggja varnarmanna og er meðvitaður um það að ég get tekið hann niður, svo bara næ ég snertingu og um leið að ég lít upp sé ég að Arnar er kominn út úr markinu þannig ég tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn. Frábært í laugardags leik klukkan 2 að vinna 2-0 og skora mark."

FH hefur litið betur út í byrjun tímabils en margir bjuggust við en Björn segir að andinn í hópnum sé mjög góður.

„Undirbúningstímabil er alltaf undirbúningstímabil og það er nýtt til þess að æfa vel og koma smá skipulagi í liðið. Við fengum ekkert alltaf úrslitin sem við vildum í undibúnings leikjunum en þeir skipta svo sem engu máli þegar þú kemur inn í mótið, það er hvernig þú kemur inn í mótið. Mér finnst byrjunin fín, það er kannski það sem við þurfum að gera betur en á síðasta ári er að ná þessum stöðugleika. Ná mörgum leikjum í röð að spila vel og þetta er svona vonandi byrjunin á því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner