Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Sjáðu Kennie Chopart fagna af innlifun gegn KR
Kennie Chopart
Kennie Chopart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framarar unnu KR-inga, 1-0, í 3. umferð Bestu deildar karla í dag en þeir Kennie Chopart og Rúnar Kristinsson voru að mæta sínum gömlu félögum og tilfinningarnar eðlilega miklar hjá báðum aðilum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Chopart spilaði með KR-ingum frá 2016 til 2023 og var einn af þeirra bestu mönnum. Á síðasta tímabili bar hann fyrirliðabandið hjá KR, en hann skipti yfir í Fram þegar Rúnar Kristinsson tók við liðinu.

Freyr Sigurðsson, 18 ára gamall Hornfirðingur, skoraði sigurmarkið gegn KR í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.

Undir lok leiks unnu Framarar hornspyrnu og fagnaði enginn meira en Chopart eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Rúnar ræddi við RÚV um Kennie og hans framlag í leiknum.

„Ég bað Kennie um að taka því rólega og vera hann sjálfur. Ekki reyna að gera einhverja „fancy“ hluti eins og vill oft segja. Bara að spila eðlilegan leik og ekki láta „mómentið“, að vera að mæta hér sínum gömlu félögum, trufla sig. Að ætla kannski að hlaupa aðeins fram úr sér og gera meira en maður á að gera. Hann var stórkostlegur hérna í dag eins og allir mínir leikmenn,“ sagði Rúnar við RÚV í kvöld.


Athugasemdir
banner