Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Tímabilið búið hjá Udogie
Destiny Udogie verður ekki meira með á þessari leiktíð.
Destiny Udogie verður ekki meira með á þessari leiktíð.
Mynd: EPA
Destiny Udogie, vinstri bakvörður Tottenham, verður ekki meira með á þessu tímabili en þetta staðfesti hann á Instagram í dag.

Udogie, sem er 21 árs gamall, hefur verið einn af lykilmönnunum í liði Tottenham á þessari leiktíð.

Ítalski landsliðsmaðurinn var keyptur frá Udinese fyrir tveimur árum en eyddi síðustu leiktíð á láni hjá ítalska félaginu.

Varnarmaðurinn birti mynd af sér á sjúkrahúsi í dag þar sem hann staðfestir að hann verði ekki meira með á tímabilinu.

Udogie spilaði allan leikinn í 4-0 tapi Tottenham gegn Newcastle á dögunum og koma þessar fréttir því verulega á óvart. Udogie hafði aðeins misst af tveimur leikjum á tímabilinu fram að aðgerðinni sem hann gekkst undir í dag.

Mikil blóðtaka fyrir Tottenham sem er í harðri baráttu við Aston Villa um Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner