Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 20. september 2014 16:11
Jón Stefán Jónsson
Spánn: Real Madríd skoraði átta gegn Deportivo
Ronaldo skoraði þrennu
Ronaldo skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Real Madríd gjörsamlega kjöldróg Deportivo La Coruna á heimavelli þeirra síðarnefndu í leik sem var að ljúka rétt í þessu. Lokatölur urðu 8-2 fyrir Real sem með sigrinum kom sér í efri hluta deildarinnar um stundar sakir að minnsta kosti. Christiano Ronaldo skoraði þrennu í leiknum.

Sigurinn í dag var annar sigur Real í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en liðið hefur einnig tapað tveimur leikjum, nokkuð sem telst léleg byrjun á þessum bænum.

Deportivo 2 - 8 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('29 )
0-2 James Rodriguez ('36 )
0-3 Cristiano Ronaldo ('41 )
1-3 Haris Medunjanin ('51 , víti)
1-4 Gareth Bale ('66 )
1-5 Gareth Bale ('75 )
1-6 Cristiano Ronaldo ('77 )
2-6 Toche ('84 )
2-7 Javier Hernandez ('87 )
2-8 Javier Hernandez ('90 )

Athugasemdir
banner