Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 20. október 2014 14:38
Gabríel Sighvatsson
Jói Harðar: Klæjar í fingurna að byrja
Jóhannes kynntur á fréttamannafundi.
Jóhannes kynntur á fréttamannafundi.
Mynd: Eyjafréttir - Júlíus Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
„Eftir að ég gaf út að ég myndi ekki halda áfram í Noregi var haft samband frá ÍBV. Ég fékk á tilfinninguna að þetta væri mjög spennandi. Þetta tók nokkra daga áður en við komumst að samkomulagi," segir Jóhannes Harðarson, nýráðinn þjálfari ÍBV.

Hinn 38 ára gamli Jóhannes er að hætta sem þjálfari Fløy í norsku C-deildinni en hann hefur verið erlendis frá aldamótum bæði sem leikmaður og þjálfari.

„Ég hef reynt að fylgjast eins vel með íslenska boltanum og ég hef getað en það er ákveðin áskorun að koma inn í þetta aftur og kynnast íslenska boltanum upp á nýtt. Við höfum rætt mikið um leikmannamál í dag og næstu dagar fara í að kynnast þessu eins vel og mögulegt er."

„Vonandi getum við haldið kjarnanum í leikmannahópnum. Það er eðlilegt að einhverjir komi og fari en við viljum ræða við alla leikmenn sem við viljum halda. Það verður einnig vinna næstu daga að fara í gegnum þau mál."

„Við viljum stefna hærra en síðasta tímabil, það er markmið númer eitt. Svo munum við setjast niður og setja okkur markmið. Mig klæjar í fingurna að byrja," segir Jóhannes en ÍBV hafnaði í tíunda sæti og var einu stigi frá fallsæti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner