Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. desember 2014 11:47
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Man City og Palace: Enginn framherji hjá City
Athyglisverð uppstilling hjá Sílemanninum í dag
Athyglisverð uppstilling hjá Sílemanninum í dag
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City fá Crystal Palace í heimsókn í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Manchester City geta jafnað topplið Chelsea að stigum með sigri en Chelsea á leik á mánudagskvöld gegn Stoke á útivelli. Pellegrini er án sinna helstu markaskorara í dag og spilar án eiginlegs sóknarmanns.

Neil Warnock og lærisveinar hans hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum en síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Liverpool.

Byrjunarlið Man City:Hart, Zabaleta, Demichelis, Mangala, Kolarov, Fernandinho, Navas, Yaya Toure, Silva, Nasri, Milner

Byrjunarlið Crystal Palace:Speroni, Kelly, Dann, Hangeland, Ward, Bolasie, Jedinak, Ledley, McArthur, Zaha, Campbell.
Athugasemdir
banner
banner
banner