Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. desember 2014 11:42
Arnar Geir Halldórsson
Sterling besti ungi leikmaður Evrópu
Besti ungi leikmaður Evrópu 2014
Besti ungi leikmaður Evrópu 2014
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hlaut European Golden Boy verðlaunin fyrir árið 2014 og er aðeins annar Englendingurinn í sögunni til að hljóta þau verðlaun.

Sterling átti stórkostlegt tímabil með Liverpool í fyrra þegar liðið lenti í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá kom hann við sögu í öllum leikjum Englands á HM í Brasilíu.

Til að hljóta verðlaunin má ekki vera eldri en 21 árs en alls voru 40 leikmenn tilnefndir til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003 og á meðal leikmanna sem hafa hlotið verðlaunin má nefna Lionel Messi, Wayne Rooney, Sergio Aguero og Anderson.

Liðsfélagi Sterling, Mario Balotelli, hlaut þessi verðlaun árið 2010 en hann lék þá fyrir Manchester City.

Sterling skoraði tvö mörk í sigri Liverpool á Bournemouth í vikunni og hefur alls skorað 7 mörk á tímabilinu og lagt upp 5 til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner