Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Gylfi fer á Anfield
Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Gylfa og félögum.
Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Gylfa og félögum.
Mynd: Getty Images
Í dag hefst 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessu leiktímabili. Það er nóg af hörkuleikjum, en eins og venjan er, þá eru þrír þeirra sýndir í beinni.

Dagyrinn hefst með látum, en í hádeginu fer Íþróttamaður ársins, Gylfi Þór Sigurðsson, á Anfield og mætir þar Liverpool með sínu liði Swansea. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Gylfa og félögum á þessu tímabili, en það verður fróðlegt að sjá hvernig fer í dag.

Kl. 15:00 eru fimm leikir og þar ber hæst leikur Manchester United og Stoke City á heimavelli síðarnefnda liðsins. Bæði lið hafa verið að gera góða hluti upp á síðkastið og því má búast við hörkuleik.

Lokaleikur dagsins er svo enginn smá leikur! Þá fær Manchester City, Tottenham í heimsókn í mikilvægum leik í toppbaráttu deildarinnar. Tottenham hefur verið á siglingu, en það hefur ekki gengið eins vel hjá Man City upp á síðkastið.

Laugardagurinn 21. janúar
12:30 Liverpool - Swansea (Stöð 2 Sport)
15:00 Bournemouth - Watford
15:00 Crystal Palace - Everton
15:00 Middlesbrough - West Ham
15:00 Stoke City - Manchester United (Stöð 2 Sport)
15:00 West Brom - Sunderland
17:30 Manchester City - Tottenham (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner