Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 21. janúar 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hraunar yfir Memphis - „Hann er léleg útgáfa af Neymar"
Memphis gekk í raðir Lyon í gær.
Memphis gekk í raðir Lyon í gær.
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn, Memphis Depay, gekk í gær í raðir Lyon frá Manchester United. Kauperðið er sagt geta farið upp í 21,7 milljónir punda, en United mun geta keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð.

Memphis kom til Man Utd frá PSV fyrir síðasta tímabil, en hann náði ekki að sanna sig hjá rauðu djöflunum. Hann átti ekki fast sæti í liðinu á þessu tímabili og ákvað því að leita annað.

Einn maður sem er alls ekki aðdáandi Memphis er Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal, sem vinnur nú sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Hann var ansi harðorður í garð Memphis.

„Ég hefði látið hann fara síðasta sumar. Hann er sýningarhestur. Mourinho er ekki mikið fyrir sýningarhesta, spyrjið bara Joe Cole," sagði Nicholas.

„Hann er léleg útgáfa af Neymar. Þegar hann reynir að gera eitthvað með boltann þá skilur hann ekki manninn eftir, hann vill bíða og gera meira. Það sem kemur mér á óvart er upphæðin sem þeir fengu fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner