Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 21. mars 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Albert Guðmunds: Verður alltaf erfitt
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er í harðri baráttu um að komast í lokahóp Íslands sem fer á HM í Rússlandi í sumar. Eftir frábæra frammistöðu í janúarverkefninu í Indónesíu er hann í 29 manna hópnum sem er í Bandaríkjunum.

Albert gerir sér grein fyrir því að hann getur svo sannarlega ekki gengið að því vísu að vera í 23 manna hópnum sem valinn verður fyrir Rússland.

„Ég er bara í svipaðri stöðu og í Indónesíu, ég verð bara að gera mitt besta og sjá hvað gerist," sagði Albert þegar hann fékk sér sæti með Fótbolta.net á liðshótelinu í Santa Clara.

„Það vantar nokkra sterka leikmenn í hópinn núna en fyrir eru samt sterkir menn hérna. Þetta verður alltaf erfitt fyrir mig og hvern einasta leikmann að komast á HM. Ef ég nota hæfileika mína og næ að sýna Heimi það sem hann vill sjá þá eru möguleikar mínir einhverjir."

Þetta er þriðja A-landsliðsverkefni Albers en hans fyrsta þar sem hann er með aðalhópnum.

„Það má segja að ég sé í fyrsta sinn með stóru hákörlunum," segir Albert.

Þessi tvítugi leikmaður hefur verið ónotaður varamaður hjá aðalliði PSV Eindhoven undanfarna leiki og fengið talsvert færri mínútur en hann hafði vonast eftir.

„Samkvæmt mínu plani vildi ég vera búinn að spila miklu meira. Þetta er frekar strembið og erfitt að fá mínútur, sérstaklega á meðan liðið vinnur alla leiki. Ég er búinn að fá einn byrjunarliðsleik í bikarnum og svo örfáar mínútur í deildinni."

Gæti hann hugsað sér til hreyfings eftir tímabilið?

„Eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningi mínum. Ég skoða allt og ætla ekki að eyða öðru ári á bekknum. Hlutirnir gætu breyst hjá PSV og myndast meiri spiltími fyrir mig. Ef ekki þá mun ég skoða hlutina," segir Albert.

Albert verður með landsliðinu yfir leikinn gegn Mexíkó en fer svo í verkefni með U21-landsliðinu svo hann verður ekki með gegn Perú. Hann bindur vonir við að fá tækifæri í leiknum á föstudagskvöld en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner