Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 14:52
Brynjar Ingi Erluson
England: Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni
Dwight McNeil skoraði annað mark Everton í 200. leik sínum í deildinni
Dwight McNeil skoraði annað mark Everton í 200. leik sínum í deildinni
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Idrissa Gueye ('29 )
2-0 Dwight McNeil ('76 )

Everton er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti eftir að hafa unnð Nottingham Forest, 2-0, í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í dag.

Idrissa Gana Gueye skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en hann skaut fyrir utan teig og hafnaði boltinn neðst í vinstra horninu. Það var enginn svakalegur hraði í skotinu en nóg til að koma honum framhjá Matz Sels í markinu.

Undir lok hálfleiksins varði Jordan Pickford frábærlega frá Chris Wood. Everton var heppið við að fá ekki á sig víti undir lok hálfleiksins er Ashley Young handlék boltann, en VAR sagði nei. Forest vildi í raun fá þrjár vítaspyrnur í leiknum en fengu ekki. Young fór í Callum Hudson-Odoi í teignum og þá vildi Forest fá hendi á James Tarkowski í síðari hálfleiknum en aftur var því vísað frá.

Umdeilt atvik þar sem Forest-menn höfðu alveg ástæðu til að kalla eftir vítaspyrnu.

Everton tókst að klára dæmið í síðari hálfleiknum. Dwight McNeil skoraði þá með góðu skoti og sótti öll stigin fyrir Everton.

Mikilvægur sigur hjá heimamönnum sem eru nú í 16. sæti með 30 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti, en Forest í 17. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner