Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 21. apríl 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er bara súrt að tapa. Þetta var ekki nógu gott heilt yfir. Það er stutt í næsta leik og maður verður að jafna sig hratt á þessu.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-1 tap á Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Höskuldur er ánægður með hvernig leikurinn byrjaði en hann telur að Blikarnir hafi flýtt sér of mikið og hefðu átt að anda með nefinu þegar þeir fengu fyrsta markið á sig.

Við mætum kröftugir til leiks. Þeir ná svo að þrýsta okkur til baka og fá mörg föst leikatriði í röð. Það er stutt á milli markanna í fyrri og seinni hálfleik. Við förum að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að anda bara aðeins með nefinu.“

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Höskuldur er mjög lítið að pæla í því fyrir og eftir leiki.

Ég veit það ekki. Maður er ekkert að pæla í því. Fyrst og fremst er maður að pæla í leiknum sjálfum. Ég hef ekkert meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og ég fann það að það er mikið kapp á milli liðanna.

Stuðningsmenn Víkings voru duglegir að gelta á Höskuld Gunnlaugsson þegar hann fékk boltann í leiknum.

Ég tek mjög lítið eftir hlutum utan vallarins í leiknum sjálfum. Það er bara eins og það er.

Breiðablik mætir Keflavík í Keflavík í bikarnum í vikunni.

Það verður bara hörkuleikur. Keflavík úti er erfið rimma alltaf. Sérstaklega í bikarnum. Þótt þeir séu í B-deild eru þeir með gott lið og góða stemningu í liðinu þannig við þurfum að koma vel stemmdir inn í þann leik.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Víkinga eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner