Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 20:02
Elvar Geir Magnússon
Uppselt á stórleikinn - Víkingar 2-1 yfir í hálfleik
Víkingar leiða í hálfleik
Víkingar leiða í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir stórleikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni en það er uppselt á leikinn. Víkingar hafa komið fyrir áhorfendaaðstöðu við báðar hliðar stúkunnur og þar er þétt staðið.

Alls eru 2.108 áhorfendur á leiknum og er það vallarmet.

Það er prýðilegt fótboltaveður og góð stemning á vellinum. Það hefur verið afskaplega vel mætt á leikina í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar.

Íslandsmeistararnir í Víkingi komust 2-0 yfir, Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen með mörkin, en Breiðablik minnkaði muninn þegar skot Damir Muminovic fór í Kristófer Inga Kristinsson og inn. Staðan er 2-1 en það var verið að flauta til hálfleiks.

„Þetta var búið að liggja í loftinu en leikurinn er hingað til að standast væntingar!" skrifaði Sölvi Haraldsson sem textalýsir leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik


Athugasemdir
banner
banner
banner