Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 12:44
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar fær mikið lof í sænskum fjölmiðlum
Andri Rúnar fagnar marki.
Andri Rúnar fagnar marki.
Mynd: Heimasíða Helsingborg
Andri Rún­ar Bjarna­son er besti framherji sænsku B-deildarinnar í fótbolta að mati sparkspekingnum Gör­an Bol­in hjá Aftonbladet.

Andri varð markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Grindavík en Helsingborg fékk hann svo í sínar raðir.

Andri er kominn með fjögur mörk í fyrstu sjö leikjum liðsins.

„Hann er besti fram­herj­inn í deild­inni og með eig­in­leika sem eng­inn ann­ar hef­ur. Það er eng­in spurn­ing að hann er sá besti og stærsta von Hels­ing­borg, ætli fé­lagið sér að ná fyrri styrk­leika á ný," skrif­ar Bol­in í Aftonbladet en mbl.is greinir frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner