Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. maí 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gibson missir prófið í þrjú ár
Tvö ár í samfélagsþjónustu
Mynd: Getty Images
Darron Gibson var látinn fara frá Sunderland í mars eftir að hafa gerst sekur um ölvunarakstur þar sem hann klessti á fjóra kyrrstæða bíla.

Gibson var handtekinn á staðnum og búið er að dæma í málinu. Gibson, sem verður 31 árs í október, missir bílprófið í 40 mánuði og þarf að gegna samfélagsþjónustu í tvö ár.

Gibson hóf ferilinn hjá Manchester United og lék svo fyrir Everton í fimm ár þar til hann var fenginn til Sunderland í fyrra.

Sunderland endaði á botni Championship deildarinnar og átti miðjumaðurinn ekki góða tíma hjá félaginu.

Gibson byrjaði afar illa hjá Sunderland og var tekinn upp á myndband á fylleríi á undirbúningstímabilinu. Á myndbandinu heyrist þegar Gibson hraunar rækilega yfir nýju liðsfélaga sína.

Gibson á 27 landsleiki að baki fyrir Írland.
Athugasemdir
banner
banner