Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júlí 2017 09:39
Elvar Geir Magnússon
Putten, Hollandi
Skærasta stjarna Sviss kom út úr skápnum á HM
Ramona Bachmann í leik með Sviss.
Ramona Bachmann í leik með Sviss.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið þarf að hafa góðar gætur á skærustu stjörnu svissneska landsliðsins á morgun. Leikmenn íslenska liðsins vita vel hvað Ramona Bachmann getur en hún skoraði annað mark Sviss í 2-0 sigri gegn Íslandi í undankeppninni fyrir HM 2015.

Sviss vann heimaleik sinn gegn Íslandi 3-0 og vann á endanum riðilinn með nokkrum yfirburðum og komst á HM.

Ramona Bachmann notaði svo stóra sviðið sem HM er til að opinbera það að hún væri samkynhneigð og væri búin að vera í sambandi með konu í ár.

Á þessum tíma spilaði hún með Rosengard í Svíþjóð.

„Ég er mjög opin. Mér er alveg sama hvort einstaklingur sé með karlmanni eða kvenmanni. Það hjálpar að í Svíþjóð er umræðan um þetta einnig mjög opin og auðvelt að vera samkynhneigður," sagði Bachmann þegar hún kom úr skápnum.

Eftir HM fór Ramona til Wolfsburg en í dag spilar hún með Chelsea á Englandi. Hún er 26 ára og hefur unnið fjölda einstaklingverðlauna þó stærsta afrekið sé að hafa hjálpað kvennalandsliði Sviss að komast í fyrsta sinn á HM.

Leikurinn á morgun laugardag verður klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner