Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. september 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknir R. semur við fjóra uppalda leikmenn
Eyjólfur Tómasson grípur boltann í sumar.
Eyjólfur Tómasson grípur boltann í sumar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Nú styttist í að fótboltasumarið ljúki og lið eru farin að setja sig í stellingar fyrir veturinn. Eitt þeirra liða sem farið er að undirbúa sig er Leiknir úr Breiðholtinu.

Leiknismenn voru með pennann á lofti í gær, en þeir sömdu fyrir fjóra leikmenn liðsins.

„Gleðifréttir voru að berast úr herbúðum meistaraflokks en fjórir leikmenn hafa ákveðið að framlengja við félagið," segir í frétt sem birt er á heimasíðu félagsins.

„Þeir Eyjólfur Tómasson, Árni Elvar Árnason, Aron Fuego Daníelsson og Daði Bærings Halldórsson hafa allir framlengt samninga sína við Leikni. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa spilað upp alla yngri flokka með Leikni."

„Aron og Eyjólfur eru reynsluboltar og hafa leikið á annað hundrað meistaraflokks leiki fyrir Leikni auk þess er Eyjólfur einn af tveimur leikjahæsta leikmönnum í sögu félagsins. Daði og Árni hafa verið að brjóta sér leið inn í Leiknisliðið síðustu ár með góðum árangri."

„Svo sannarlega frábærar fréttir að halda þessum uppöldu Leikmönnum innan raða félagsins."

Leiknir er í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner