Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. október 2016 14:31
Elvar Geir Magnússon
Icardi bókin fer í endurprentun
Mauro Icardi, fyrirliði Inter.
Mauro Icardi, fyrirliði Inter.
Mynd: Getty Images
Paolo Fontanesi, maðurinn sem skrifaði ævisögu hins 23 ára Mauro Icardi, segir að bókin verði endurprentuð eftir þann storm sem hefur geysað.

Ákveðið hefur verið að endurskrifa þann kafla í bókinni sem hefur gert allt vitlaust og mun Icardi þar útskýra það sem gerðist og segjast iðrast þess sem átti sér stað.

Icardi, sem er fyrirliði Inter á Ítalíu, er gríðarlega óvinsæll meðal harðkjarna stuðningsmanna liðsins eftir að hann greindi frá samskiptum sínum við virtan mann innan stuðningsmannahópsins í bókinni. Icardi sagðist hafa þaggað niður í honum eftir tapleik.

Icardi sagði að það væri lítið mál fyrir sig að fá hóp manna frá heimalandi sínu Argentínu sína til að gera út um þessa menn. Þessi kafli hefur skapað mikið fjaðrafok og hafa stuðningsmenn Inter baulað á fyrirliða liðs síns.

Icardi hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa frá sér ævisögu þetta ungur.

„Þrátt fyrir að vera bara 23 ára er það gott að hann geti sagt okkur sína sögu frá því að hann var ungur strákur þar til hann upplifði drauma sína. Ekki bara með því að verða fótboltamaður heldur fyrirliði hjá svona frábæru liði," segir Fontanesi.
Athugasemdir
banner
banner
banner