Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 07:30
Kristófer Kristjánsson
Bilic vildi eitt sinn fara frá West Ham: Ég er ekki eins og Payet
Slaven Bilic
Slaven Bilic
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic vildi eitt sinn yfirgefa West Ham er hann var leikmaður félagsins. Hann segir hins vegar að það sé rétt aðferð til að vilja skipta um félag og svo sé aðferðin sem Dimitri Payet hefur beitt.

Payet er enn samningsbundinn West Ham en hann hefur neitað að spila fyrir félagið þar sem hann vill yfirgefa England og halda aftur til Marseille í heimalandinu.

West Ham hefur hafnað tilboðum Marseille fram að þessu en Payet er engu nær að stiga á völlinn á nýjan leik.

Bilic fór frá West Ham til Everton árið 1997 en hann segir að það sé ekki svipað því sem Payet er að gera þar sem hann neitaði aldrei að spila fyrir félagið.

„Það er í lagi að leikmenn færa sig um set, það er eðlilegt í fótbolta en það er spurning um hvernig þú skiptir um félag. Það vantar alla virðingu í leikmenn í dag."

„Ég var hjá West Ham og ég vildi fara til Everton en West Ham vildi ekki selja mig svo ég kláraði tímabilið og West Ham hélt sér uppi og ég fór eftir tímabilið. Ég er ekki eins og Payet," sagði Bilic.
Athugasemdir
banner
banner
banner