Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 05:55
Kristófer Kristjánsson
England í dag - Jói Berg fer á Emirates
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal á útivelli.
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal á útivelli.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsti leikur dagsins er leikur Southampton og Leicester í hádeginu. Englandsmeistarar Leicester hafa verið langt frá því eins góðir og á síðustu leiktíð og þurfa þeir á stigum á halda, ef þeir ætla ekki að vera í bullandi fallbaráttu allt til loka.

Arsenal freistast svo til að skella sér upp í 2. sæti með sigri á Jóa Berg Guðmundssyni og félögum á heimavelli. Burnley er um miðja deild en þeim hefur ekki gengið sérstaklega vel á útivelli í vetur.

Chelsea og Hull eigast svo við í síðasta leik dagsins og verður forvitnilegt að sjá hvort Diego Costa, framherji Chelsea, komi til baka eftir rifrildi á æfingasvæðinu og ýmsar sögusagnir um framtíð hans hjá félaginu eftir það. Chelsea getur verið með níu stiga forskot á toppi deildarinnar ef önnur úrslit falla með þeim og þeir vinna Hull.

Leikir dagsins
12:00 Southampton - Leicester City (Stöð 2 Sport)
14:15 Arsenal - Burnley (Stöð 2 Sport)
16:30 Chelsea - Hull City (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner