Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 13:53
Kristófer Kristjánsson
England: Southampton fór illa með Leicester
James Ward-Prowse fagnar marki sínu
James Ward-Prowse fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Southampton 3 - 0 Leicester City
1-0 James Ward-Prowse ('26 )
2-0 Jay Rodriguez ('39 )
3-0 Dusan Tadic ('86 , víti)

Southampton tók á móti Englandsmeisturum Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag og vann sinn fyrsta deildarleik síðan 18. desember.

Bæði lið mættu til leiks með óbreytt byrjunarlið og var það ljóst snemma að heimamenn ætluðu sér sigur en Southampton voru 60% með boltann og áttu 20 marktilraunir gegn 11.

James Ward-Prowse, Jay Rodriguez og Dusan Tadic sáu um markaskorun dagsins gegn lánlausu Leicester liði sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu 10 leikjum sínum.

Southampton færist upp í 11 sæti deildarinnar með 27 stig en Leicester sitja áfram í 15. sæti aðeins fimm stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner