Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 15:57
Kristófer Kristjánsson
Ítalía: Emil og félagar töpuðu þriðja leiknum í röð
Joao Mario skoraði mikilvægt mark í dag
Joao Mario skoraði mikilvægt mark í dag
Mynd: Getty Images
Það gengur illa hjá fyrrum liðsfélögum Birkis Bjarnasonar í Pescara
Það gengur illa hjá fyrrum liðsfélögum Birkis Bjarnasonar í Pescara
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni sem hófust kl 14:00 er nú lokið.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Udinese sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Empoli. Emil var tekin af velli eftir klukkutíma og náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Inter náði í dýrmæt þrjú stig á útivelli gegn Palermo þökk sé Joao Mario. Cristian Ansaldi fékk rautt spjald þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og sterkur sigur Inter staðreynd sem áfram er í baráttu um meistaradeildarsæti.

Botnlið Pescara tapaði á heimavelli gegn Sassuolo og hefur því aðeins unnið einn leik þegar 20 umferðir eru búnar.

Genoa 2 - 2 Crotone
1-0 Giovanni Simeone ('43 )
1-1 Federico Ceccherini ('54 )
2-1 Lucas Ocampos ('66 , víti)
2-2 Gianmarco Ferrari ('74 )


Palermo 0 - 1 Inter
0-1 Joao Mario ('65 )
Rautt spjald:Cristian Ansaldi, Inter ('79)

Pescara 1 - 3 Sassuolo
0-1 Alessandro Matri ('1 )
1-1 Jean-Christophe Bahebeck ('56 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('65 )
1-3 Alessandro Matri ('73 )
1-3 Cristiano Biraghi ('88 , Misnotað víti)


Bologna 2 - 0 Torino
1-0 Blerim Dzemaili ('43 )
2-0 Blerim Dzemaili ('83 )


Empoli 1 - 0 Udinese
1-0 Levan Mchedlidze ('82 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner