Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 22. apríl 2015 23:33
Ívan Guðjón Baldursson
Henry: Chicharito átti ekki að fagna eins og heimsmeistari
Mynd: Getty Images
Thierry Henry gagnrýndi Javier Hernandez eftir sigurmarkið sem hann skoraði gegn Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Henry segir Hernandez hafa fengið nokkur færi í leiknum sem hann brenndi af og vill skrifa sigurmarkið á Cristiano Ronaldo sem gerði alla vinnuna og lagði boltann á Hernandez sem gat lítið annað gert en að skora af stuttu færi.

„Hann spilar nánast ekkert og fékk tækifæri í kvöld en við vitum ekki hvort hann muni spila aftur eða ekki," sagði Henry við Sky Sports.

„Hann fékk nokkur færi í leiknum. Eitt var á vinstri fætinum og annað á hægri. Ég get sagt ykkur það að hann getur þakkað Ronaldo fyrir að hafa skorað í kvöld.

„Ég veit að hann fór og fagnaði einn og allt það en hann þarf að þakka Ronaldo fyrir að leggja þetta upp á silfurfati. Það er Ronaldo sem breytir leiknum.

„Í mínum augum skoraði Ronaldo þetta mark. Það voru tvær mínútur eftir og hann vissi að Hernandez var í betri stöðu þannig að hann varð að senda boltann.

„Það sem ég er ekki hress með er að Hernandez hafi fagnað eins og hann væri að skora sigurmarkið í úrslitaleik HM. Þetta mark var gefins, hann átti að snúa við og fagna með Ronaldo. "

Athugasemdir
banner
banner
banner