Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Enskir stjórar eru hræddir
Koeman er duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri.
Koeman er duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að enskir knattspyrnustjórar séu hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Koeman hefur byrjað með hin 18 ára gamla Tom Davies í 13 af síðustu 14 deildarleikjum Everton, og aðrir ungir leikmenn eins og Mason Holgate, Ademola Lookman og Dominic Calvert-Lewin hafa líka verið að fá góðan spiltíma í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég sé mun á því hvernig ég vil gefa ungum leikmönnum tækifæri, kannski oftar en enskir stjórar," sagði Koeman við blaðamenn.

„Þeir eru hræddir. Ég er ekki hræddur við að setja unga leikmenn inn. Ég veit að í enskum fótbolta er sagt að maður verði að passa upp á unga leikmenn, en ég er ekki hræddur."

„Ég er stjóri sem gef ungum leikmönnum tækifæri þegar þeir eiga það skilið. Ég efast ekki um að gefa ungum leikmönnum tækifæri í stað eldri leikmanna," sagði Koeman að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner