Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 22. apríl 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján G: Spurning hvort Valsarar svitni í fyrri
Fleiri útlendingar á leiðinni
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fékk FH í heimsókn í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið og höfðu Hafnfirðingar betur með tveimur mörkum gegn engu.

„Þetta var fínn leikur hjá báðum liðum, það var smá deildarfílingur í þessu," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna eftir tapið.

Kristján segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir tap og er ánægður með frammistöðu sinna manna þegar tók að líða á leikinn.

„Við erum mjög ánægðir með hvernig apríl hefur spilast hjá okkur, æfingaferðin kom vel út. Þetta er öðruvísi undirbúningstímabil heldur en í fyrra þegar við náðum ekki að spila neina leiki. Við þökkum FH-ingum fyrir að hafa komið hingað."

Kristján segist mjög spenntur fyrir komandi sumri enda sjaldan verið jafn mikil spenna og eftirvænting fyrir tímabil í Pepsi-deildinni.

„Þetta gæti orðið jafnari deild og ég held þetta sé bara áframhaldandi styrkleiki í íslenskum fótbolta. Liðin sem er búið að vera að tala niður fyrir sumarið líta ágætlega út og við verðum bara að sjá hvað verður.

„Það er alltaf erfitt að eiga við toppliðin en eins og við sáum núna þá gerðum við marga góða hluti og fengum fullt af opnum og góðum færum."


Kristján telur ríkjandi Íslandsmeistara Vals vera líklegasta til að hampa titlinum í sumar.

„Þeir gera tilkall til þess. Þeir tapa varla leik núna og það er spurning hvort þeir svitni í fyrri hálfleik í leikjunum sínum."

Kristján segir að fleiri útlendingar séu á leið til Vestmannaeyja, enda sé liðið í útlendingakeppni við FH. FH er með níu útlendinga í sínu liði en ÍBV átta.

„Við munum bæta við í þessari viku, það er alveg á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner