Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík fær portúgalskan bakvörð (Staðfest) - Níundi erlendi leikmaðurinn
Lengjudeildin
Nuno Malheiro mættur í Grindavík.
Nuno Malheiro mættur í Grindavík.
Mynd: Zaglebie Sosnowiec
Úr æfingaleik í vetur.
Úr æfingaleik í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík hefur fengið portúgalskan vinstri bakvörð í sínar raðir fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro, eða einfaldlega Nuno Malheiro, er kominn með leikheimild með Grindavík og getur spilað þegar Grindavík mætir ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn.

Nuno er þrítugur og er uppalinn hjá Estoril og Sporting og var síðast að spila með varaliði Estoril. Hann lék með yngri landsliðum Portúgals á sínum tíma.

Hann hefur á sínu mferli spilað í Portúgal, með Recreativo á Spáni, í Póllandi, Þýskalandi og á Möltu. Í vetur var hann valinn í landslið Saó Tóme og Prinsípe í fyrsta skipti.

Hann er níundi erlendi leikmaðurinn sem Grindavík hefur fengið í vetur.

Komnir
Kwame Quee frá Sierra Leóne
Hassan Jalloh frá HK
Ion Perello frá Fram
Dennis Nieblas frá Kýpur
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Nuno Malheiro frá Portúgal
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Kristófer Leví Sigtryggsson frá Gróttu (var á láni hjá KFG)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner