Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK skoðar markaðinn - „Sýnist menn þurfa fá smá pressu á sig"
Ómar Ingi þarf að finna einhverjar lausnir til að efla leik HK.
Ómar Ingi þarf að finna einhverjar lausnir til að efla leik HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudagskvöld, eftir tæpa þrjá sólarhringa. Einhver félög í Bestu deildinni munu gera breytingar á sínum leikmannahópum og HK gæti verið eitt af þeim.

HK er með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðarinar og liðið hefur einungis skorað eitt mark.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Það verður bara að koma í ljós (hvort það verði einhverjar breytingar á hópnum)," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH á laugardag.

„Ég veit ekki hvort að það sé það sem þarf til þess að ýta aðeins við mönnum og fá menn upp á tærnar. Við munum klárlega skoða hvort að við getum styrkt hópinn. Mér sýnist menn þurfa að fá smá pressu á sig til þess að stíga upp á það 'level' sem við vitum að býr í þeim," sagði Ómar.

HK endurheimtir Þorstein Aron Antonsson úr leikbanni fyrir leikinn gegn Vestra um næstu helgi en Atli Hrafn Andrason verður fjarri góðu gamni þar sem hann fékk tvö gul spjöld gegn FH. Fyrst er hins vegar bikarleikur gegn Þrótti á miðvikudagskvöldið, leikur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hér fyrir neðan má nálgast Innkastið þar sem þriðja umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Stjarnan 4 2 0 2 3 - 5 -2 6
8.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
9.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 4 0 1 3 4 - 10 -6 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner