Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 22. apríl 2024 22:05
Halldór Gauti Tryggvason
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
John Andrews, Þjálfari Víkings
John Andrews, Þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var barátta, Það er ekki auðvelt að koma á þennan völl og taka þrjú stig heim. Hvílíkt vinnuframlag í dag á móti frábæru Stjörnuliði, ég gæti ekki verið stoltari.“ Þetta sagði John Andrews aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Víkingur R.

„Það eru frábærir þjálfarar í þessari deild og þau spiluðu ekki eins og við vorum búin að leggja upp með, svo við þurftum að aðlaga okkur eftir tíu til fimmtám, mínútur“

Víkingur skoraði snemma leiks eftir frábæra afgreiðslu Sigdísar Evu.„Við lentum í vandræðum á fyrstu tíu til fimmtán mínútunum jafnvel þótt við komumst yfir. En við unnum okkur inn í leikinn og byrjuðum að vinna einvígin okkar. “

Hvernig er stemningin í liðinu fyrir komandi tímabil? „Ég held að leikur okkar í kvöld hafi sýnt það. Jafnvel þegar að Stjarnan jafnaði þá hengdi enginn haus og við urðum bara sterkari.“

„Þær eru á öðru leveli heldur en við höfum verið síðustu ár, hafa stigið upp á öllum sviðum“

„Við þurfum að taka þetta einn leik í einu, gamla góða klisjan. Við getum varla sett okkur markmið að því að við eigum eftir að finna betur úr hvar við stöndum.„


Athugasemdir
banner
banner