Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
banner
   mán 22. apríl 2024 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Vigdís Lilja.
Vigdís Lilja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var geggjaður leikur í dag og geggjað veður," sagði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eftir sigur Breiðabliks á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag, 3-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Mér fannst þetta byrja erfiðlega en við unnum okkur í gegnum það og spiluðum vel restina af leiknum," hélt hún áfram en fannst henni Keflavíkurliðið betra en hún átti von á?

„Já, þær komu af mjög miklum krafti inn í leikinn og sýndu mjög mikinn hraða fram á við. Mér fannst þær flottar."

Vigdís Edda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag en hún spilaði í framlínunni.

„Það er geggjað að byrja sumarið vel, ég ætla að gera það sem ég get í sumar og stefnan er að fá að spila frammi og setja eins mörg mörk og ég get," sagði hún en er hún að hugsa um gullskó?

„Kannski svolítið, afhverju ekki?" sagði hún.

Frekar er rætt við Vigdísi í spilaranum að ofan en þar ræðir hún breytingarnar á liðinu og segir:

„Mér finnst margar mjög flottar hafa komið inn í liðið síðan í fyrra, við erum líka búnar að missa góða leikmenn en þær sem koma í staðinn góðar líka."

Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur. Vigdís er ánægð með hann.

„Mér finnst hann geggjaður. Það eru settar kröfur á mig og ef ég geri mistök þá er bara áfram, áfram, áfram, sama hvað. Hann er kröfuharður en sanngjarn."
Athugasemdir
banner
banner
banner