Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fullyrt að Valverde muni taka við Barcelona
Næsti stjóri Barcelona?
Næsti stjóri Barcelona?
Mynd: Getty Images
Luis Enrique stýrði Barcelona í síðasta sinn í gærkvöldi. Hann hefur sagt sitt síðasta og það er kominn tími á annann mann í brúnna.

Margir hafa verið orðaðir við starfið frá því Enrique tilkynnti það fyrir nokkrum vikum að hann væri að hætta hjá Börsungum.

Á einum tímapunkti var Ronald Koeman, sem nú stýrir Everton, líklegastur, en þannig er staðan ekki í dag.

Katalónski fréttamiðillinn El Correo segir að stjórnin hjá Barcelona hafi tilkynnt það að Ernesto Valverde muni taka við liðinu.

Valverde hefur stýrt Athletic Bilbao undanfarin ár, en hann þekkir Barcelona vel eftir að hafa spilað þar sem leikmaður.

AS tekur undir þessar fréttir, en Valverde verður opinberaður sem nýr þjálfari Barcelona þann 29. maí, degi eftir bikarúrslit.
Athugasemdir
banner
banner