Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd í viðræðum um kaup á Silva
Powerade
Bernardo Silva er orðaður við Manchester United.
Bernardo Silva er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Neymar er orðaður við Manchester liðin.
Neymar er orðaður við Manchester liðin.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er að sjálfsögðu á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Manchester United og Manchester City gætu reynt að fá Neymar (25) eftir að faðir hans skoraði á hann að fara frá Barcelona yfir í ensku úrvalsdeildina. (Express)

Vonir Arsenal um að fá framherjann Alexandre Lacazette (25) frá Lyon eru úr sögunni en hann hefur náð munnlegu samkomulagi við Atletico Madrid. (Daily Star)

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að varnarmaðurinn Michael Keane verði ekki seldur nema fyrir sanngjarna upphæð. (Metro)

Manchester United er í viðræðum um að fá miðjumanninn Bernardo Silva (22) frá Mónakó. Barcelona og Real Madrid hafa líka áhuga. (Daily Express)

Sergio Aguero og Pep Guardiola hafa báðir staðfest að argentínski framherjinn verði áfram hjá Manchester City næsta vetur. (Independent)

Arturo Vidal, miðjumaður Bayern, segir að félagið hafi spurt sig út í Alexis Sanchez hjá Arsenal. Vidal og Sanchez eru liðsfélagar í landsliði Síle. (Standard)

Vidal segist vera að hvetja Bayern til að kaupa Sanchez. (Sun)

Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó, segir að að félagið vilji halda Kylian Mbappe (18) í að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót. Mörg félög á Englandi vilja fá Mbappe. (Daily Mail)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið þurfi að ganga til verka á leikmannamarkaðinum eftir að sæti í Meistaradeildinni var tryggt. (Times)

Fyrrum dómarinn Graham Poll segir að Martin Atkinson hafi gert mistök með því að dæma ekki vítaspyrnu á Liverpool þegar staðan var 0-0 í leiknum gegn Middlesbrough í gær. (Daily Mail)

Leicester og WBA eru að berjast um Ben Gibson (24) varnarmann Middlesbrough en hann gæti kostað allt að 20 milljónir punda. (Daily Mirror)

David Ospina (28), markvörður Arsenal, er á leið til Fenerbahce á fimm milljónir punda. (Daily Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Everton, mun gefa út yfirlýsingu um framtíð Ross Barkley í vikunni. (Times)

Newcastle ætlar að reyna að fá framherjann Ande Gray (25) frá Burnley. (Chronicle)

Chelsea hefur áhuga á Davinson Sanchez (20), varnarmanni Ajax. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner