Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 22:24
Magnús Már Einarsson
Sergio Romero missir af leiknum við Ísland - Ekki með á HM
Icelandair
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
Argentínska landsliðið hefur orðið fyrir áfalli fyrir HM í sumar en Sergio Romero, markvörður Manchester United, verður ekki með liðinu á mótinu í Rússlandi.

Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í kvöld en Romero er meiddur á hné.

Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik HM þann 16. júní.

Romero fær því ekki að mæta Íslandi og sínum gamla liðsfélaga Jóhanni Berg Guðmundssyni en þeir léku saman hjá AZ Alkmaar í Hollandi.

Willy Caballero, varamarkvörður Chelsea, og Franco Armani, markvörður River Plate, eru einnig í hópnum en einn markvörður til viðbótar verður kallaður inn í hópinn á næstu dögum.

Hinn 31 árs gamli Romero var í markinu í öllum leikjum Argentínu í undankeppni HM og ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir liðið.

Í 6-1 tapi gegn Spáni í vináttuleik í mars meiddist Romero í stöðunni 1-0 snemma leiks en Caballero leysti hann af hólmi þar.

Smelltu hér til að sjá HM hóp Argentínu

Athugasemdir
banner
banner
banner