Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. september 2014 13:19
Elvar Geir Magnússon
Mesut Özil: Þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum
Mesut Özil, leikmaður Arsenal.
Mesut Özil, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir frábæra byrjun hjá Arsenal hefur Mesut Özil ekki náð nægilega miklum stöðugleika í frammistöðu sína. Þessi þýski leikstjórnandi var hinsvegar frábær um helgina og var valinn maður leiksins þegar Arsenal vann Aston Villa.

„Ég tel mig ekki þurfa að sanna neitt fyrir neinum. Mér finnst ég hafa fengið ósanngjarna gagnrýni og hef fengið meiri gagnrýni en ég fékk á Spáni og í Þýskalandi," segir Özil.

„Tímabilið er bara nýbyrjað og við erum með nýja leikmenn í lykilstöðum. Fyrir tíu vikum var ég valinn í lið ársins á Englandi (gegnum atkvæðagreiðslu á netinu). Svo varð ég heimsmeistari en eftir nokkra leiki er fólk að efast um mig. Þetta er furðulegt en ég veit vel hvað ég get."
Athugasemdir
banner
banner
banner