Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 22. september 2016 09:52
Elvar Geir Magnússon
Luis Suarez: Fótbolti er fyrir karlmenn
Myndin sem Filipe Luis setti á Instagram.
Myndin sem Filipe Luis setti á Instagram.
Mynd: Samsett
Filipe Luis, leikmaður Atletico Madrid, setti mynd á Instagram af fæti sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Barcelona. Á myndinni má sjá blóðuga holu í fætinum en við hana skrifaði Filipe: „Hann snerti mig að minnsta kosti ekki!"

Sárið fékk hann eftir að hafa fengið að kenna á tökkunum undir Luis Suarez, sóknarmanni Barcelona.

Suarez gefur lítið fyrir kvartanar varnarmannsins.

„Fótbolti er fyrir karlmenn," sagði Suarez við blaðamenn eftir leik. „Það sem gerist á vellinum verður eftir þar."

„Ef allir myndu setja myndir af því sem gerist á vellinum á samskiptamiðla þá yrði íþróttin að fjölleikahúsi."
Athugasemdir
banner
banner
banner