Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. október 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað er í gangi hjá Suarez? - Sögulega slæm byrjun
Mynd: Getty Images
Luis Suarez hefur farið mjög illa af stað á þessu tímabili.

Suarez hefur aðeins skorað þrjú mörk fyrir Barcelona hingað til á tímbilinu, en það er mjög slakt á hans mælikvarða.

Hann hefur ekki skorað jafnfá mörk á þessum tímapunkti frá tímabilinu 2006/07, en þá lék hann með Groningen í Hollandi. Hann var reyndar ekki búinn að skora eitt mark fyrir Barcelona á þessu tímapunkti tímabilið 2014/15, en það var vegna þess að hann var í leikbanni eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini á HM í Brasilíu.

Suarez átti mjög slappan leik í gær þegar Barcelona vann Malaga 2-0. Hann fékk tvö dauðafæri og hefði átt að skora. Hann var svo tekinn út af, en hann var mjög pirraður þegar hann fór af velli.

Talað hefur verið um að hann sé meiddur, en þá verður að setja spurningamerki við Ernesto Valverde, stjóra Barcelona. Af hverju ætti hann að spila meiddum Suarez í leik gegn Malaga?

Eftir leikinn í gær sagði Valverde þetta:

„Því fleiri færum sem hann klúðrar, því mun betra. Það þýðir að hann sé alltaf á réttum stað. Suarez er svo góður leikmaður og það besta við sóknarmenn okkar er að þeir eru alltaf í færum, hann vill skora mark og hann mun ná því að lokum."





Athugasemdir
banner
banner
banner