Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. október 2017 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego á skotskónum í sigri Oviedo
Diego í landsleik.
Diego í landsleik.
Mynd: Getty Images
Real Oviedo 2 - 0 Cordóba
1-0 Sjálfsmark ('59)
2-0 Diego Jóhannesson ('94)

Diego Jóhannesson kom inn á sem varmaður og skoraði seinna mark Real Oviedo í 2-0 sigri á Cordóba í spænsku B-deildinni í dag.

Diego, sem á íslenskan föður, lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur íhugað að velja hann í hópinn að undanförnu.

„Diego er leikmaður sem hefur komið sterkur inn hjá okkur. Hann er öðruvísi týpa. Aggressívur, sókndjarfur bakvörður sem hefur spilað mjög vel á Spáni," sagði Heimir fyrir Króatíu leikinn í júní, en það er aldrei að vita nema Diego fari á HM næsta sumar.

Oviedo er með 14 stig í B-deildinni eftir 11 leiki og er um miðja deild.
Athugasemdir
banner