Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. nóvember 2014 13:30
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal sér ekki eftir sölunni á Welbeck
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal er sannfærður um að ákvörðun sín að selja Danny Welbeck til að rýma til fyrir Falcao muni á endanum borga sig.

Danny Welbeck ólst upp hjá Man Utd en var seldur til Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans. Kappinn hefur skorað fimm mörk á tímabilinu á meðan framherjar Man Utd hafa átt erfitt uppdráttar, en Kólumbíumaðurinn Falcao hefur glímt við meiðsli.

,,Danny Welbeck spilaði ekki alla leiki hérna. Hann var ekki byrjunarliðsmaður, hann var meira á bekknum en inná. Undir stjórn mismunandi knattspyrnustjóra var hann varamaður en þá kemur herra van Gaal og allt breytist? Nei það er ekki svoleiðis, þessar staðreyndir eru ekki mínar staðreyndir, þetta eru staðreyndir Danny Welbeck,"

Hollendingurinn hélt áfram að réttlæta söluna.

,,Við höfum Persie og Wilson og með því að halda Welbeck fengi Wilson færri tækifæri. Það er ein af stefnum okkar að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Svo gátum við líka keypt Falcao. Ef þetta eru ekki nógu góðar ástæður, þá er ég ekki mjög góður knattspyrnustjóri."

Welbeck verður að öllum líkindum í byrjunarliði Arsenal í dag þegar van Gaal og félagar koma í heimsókn á Emirates.
Athugasemdir
banner
banner