Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi klappaði fyrir Bolasie - Kominn aftur eftir 11 mánuði
Bolasie í góðum gír á æfingu.
Bolasie í góðum gír á æfingu.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn eldsnöggi Yannick Bolasie er byrjaður að mæta aftur á æfingar eftir 11 mánaða fjarveru.

Bolasie meiddist í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári og hefur ekkert spilað síðan þá. Hann þurfti að fara í tvær aðgerðir í kjölfarið.

Bolasie æfði með strákunum í U-23 ára liði Everton í síðustu viku og í dag æfir hann með Gylfa Sigurðssyni og félögum í aðalliðinu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að klappað hafi verið fyrir Bolasie áður en æfing hófst hjá aðalliðinu í dag.

Bolasie gekk í raðir Everton á síðasta ári, fyrir 25 milljónir punda frá Crystal Palace. Stuðningsmenn hafa ekki séð mikið af honum í treyju Everton, en hann hefur aðeins leiki 15 leiki fyrir félagið.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá æfingunni.
Athugasemdir
banner
banner