Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2017 11:06
Magnús Már Einarsson
Efnilegasti leikmaður Svía til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Dortmund
Borussia Dortmund hefur keypt sænska framherjann Alexander Isak frá AIK en þetta var staðfest í dag.

Hinn 17 ára gamli Isak skoraði tíu mörk í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mörg stórlið hafa verið að fylgjast með honum.

Á dögunum var greint frá því að Isak væri á leið til Real Madrid en á endanum varð það Dortmund sem náði að tryggja sér þjónustu hans.

Isak er fæddur árið 1999 en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark með Svíum í 6-0 sigri á Slóvakíu.

Sökum þess hversu ungur Isak er þá þarf sérstakt leyfi frá FIFA til að ganga frá félagaskiptunum. Dortmund reiknar þó ekki með öðru en að það gangi upp.
Athugasemdir
banner