Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2017 21:25
Fótbolti.net
Uppboð: Áritaðir hanskar og bolti frá Buffon - Hæsta boð 150 þúsund
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.
Mynd: Getty Images
Golfklúbburinn Tuddi hélt nýverið glæsilegt herrakvöld í Laugardalshöll - en þetta er í áttunda sinn sem GOT heldur slíkt kvöld. Ítalski „trufflukokkurinn“ Michele Mancini setti sitt „bragð“ á kvöldið. Mancini er yfirkokkur á veitingastað sem er í eigu goðsagnarinnar Gianluigi Buffon í Tórínó á Ítalíu.

Buffon er eins og flestir vita einn þekktasti knattspyrnumaður allra tíma. Hinn 39 ára gamli leikmaður hefur átt frábæran feril sem markvörður Juventus og ítalska landsliðsins.

„Michele Mancini og Buffon eru æskuvinir og kom Mancini færandi hendi með gjafir frá Buffon á herrakvöld GOT. Buffon gaf klúbbnum bolta og markmannshanska sem eru áritaðir af sjálfu goðinu. Við þökkuðum Mancini og Buffon kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Í kjölfarið ákváðum við Tuddarnir að koma þessum gripum í verð til þess að styrkja gott málefni. Markmiðið er að bjóða boltann og hanskana upp hér á Fótbolti.net. Og fjárhæðin mun renna í styrktarsjóð Dropans sem er styrktarfélag barna með sykursýki,“ segir Bjarni Magnússon forseti Golfklúbbsins Tudda.

„Við í Golfklúbbnum Tudda reynum að gefa af okkur með einhverjum hætti. Einstök verkefni og sjónvarpssafnanir hafa orðið fyrir valinu í gegnum árin. Þar má nefna við höfum styrkt Samhjálp, kirkjustarf og upp á síðkastið höfum við beint sjónum okkar að samtökum sem láta sig börn og heilsu þeirra varða. Á síðustu tveimur árum höfum við styrkt Samtök krabbameinssjúkra barna og stefnum að því að halda því áfram enda er frábært starf unni þar,“ bætti Bjarni við.

Hægt er að bjóða í treyjuna og fá nánari upplýsingar á netfanginu. [email protected] Óskað er eftir að með tilboðinu fylgi upplýsingar um nafn og símanúmer bjóðanda.

Hæsta boð í augnablikinu er 150 þúsund krónur.

Uppboðinu lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 24. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner