Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. mars 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Evans falur fyrir 3 milljónir ef West Brom fellur
Mynd: Getty Images
Telegraph greinir frá því að Jonny Evans, miðvörður og fyrirliði West Bromwich Albion, gæti verið falur fyrir þrjár milljónir punda í sumar.

Það er vegna samningsákvæðis sem neyðir West Brom til að selja eftirsótta fyrirliðann sinn skildi liðið falla niður um deild.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir stóru félögin á Englandi sem hafa flest verið að fylgjast með þessum þrítuga Norður-Íra.

Arsenal reyndi að kaupa Evans í janúar en West Brom hafnaði 12 milljónum og bað um 30.

Tottenham og Manchester City hafa einnig verið orðuð við Evans en Tottenham vantar miðvörð þar sem Toby Alderweireld er á förum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner