Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. apríl 2018 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Di Francesco: Liverpool er ekki bara Salah
Mynd: Getty Images
Eusebio Di Francesco þjálfari Roma segist vera afar spenntur fyrir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool annað kvöld.

Roma kíkir í heimsókn á Anfield og býst Di Francesco við hörkuleik. Hann vildi ekki gefa mikið upp fyrir leik en sagðist vera óákveðinn hvort hann gefi Patrick Schick eða Cengiz Ünder byrjunarliðssæti í sóknarlínunni.

Þá sagðist hann einnig eiga eftir að ákveða hvort liðið ætli að byrja með 3-5-2 eða 4-3-3 uppstillingu.

„Við erum að spila við öðruvísi andstæðinga. Þetta er lið sem er mögulega það sneggsta í Evrópu að keyra upp völlinn, þetta er mjög grimmt lið sem pressar hátt," sagði Di Francesco.

„Einn tapaður bolti á röngum stað og Liverpool refsar. Þá er ég ekki bara að tala um Salah, Liverpool er ekki bara Salah. Þetta er lið með stórkostlega sóknarlínu sem nær virkilega vel saman."

Klopp og Di Francesco hafa verið mjög vinalegir í viðtölum fyrir leikinn. Klopp sagðist ekki vilja þjálfarastarf á Ítalíu þar sem hann kunni aðeins að segja „spaghetti" á ítölsku.

„Klopp er mjög fínn og ég er sammála að við erum frekar líkir. Ég vil vera áfram hjá Roma, ég efast um að ég taki við starfi á Englandi en það er aldrei að vita. Eina orðið sem ég kann að segja á ensku er hamburger."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner