Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. apríl 2024 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Hópur atvinnumanna ætlar að koma út úr skápnum í næsta mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hópur atvinnumanna í fótbolta ætlar að koma út úr skápnum í næsta mánuði en þetta kemur fram í þýska miðlinum Paz-Online.

Í desember á síðasta ári var fyrst greint frá því að nokkrir leikmenn væru búnir að ákveða að koma út úr skápnum en þá var ekki komin nákvæm dagsetning á opinberunina.

Leikmennirnir vilja gera þetta í sameiningu og vonast til þess að þetta verði hvatning fyrir aðra leikmenn, þjálfara og dómara til að gera slíkt hið sama.

Samkvæmt fréttinni hafa leikmennirnir ákveðið að opinbera samkynhneigð sína 17. maí næstkomandi.

Fyrrum fótboltamaðurinn Marcus Urban stendur fyrir þessu verkefni en hann kom út úr skápnum árið 1994. Í dag starfar hann hjá Union Berlín.

Tíu ár eru liðin síðan fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, Thomas HItzlberger, opinberaði samkynhneigð sína, en hann hafði þá lagt skóna á hilluna eftir að hafa spilað fyrir Aston Villa, Everton, Lazio, Stuttgart, Wolfsburg og West Ham.

Borussia Dortmund, Freiburg, St. Pauli, Stuttgart og Union Berlín eru meðal þeirra félaga sem hafa styrkt þetta verkefni Urban.

Í kjölfarið mun koma út heimildarmyndin Hide and Seek, þar sem fylgst verður ferli leikmanna fram að 17. maí.
Athugasemdir
banner
banner