Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. maí 2018 21:11
Ingólfur Stefánsson
Pepsi-deildin: Fyrsti sigur Stjörnumanna - Grindavík vann Val
Hilmar Árni hefur spilað frábærlega í sumar
Hilmar Árni hefur spilað frábærlega í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sito skoraði sigurmarkið í Grindavík
Sito skoraði sigurmarkið í Grindavík
Mynd: Grindavík
Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Fylkir kom í heimsókn á Samsung-Völlinn.

Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir eftir 13. mínútur og Hilmar Árni Halldórsson tvöfaldaði forskotið á 21. mínútu með sínu sjöunda marki í deildinni.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Fylkismenn voru nálægt því að minnka muninn á 79. mínútu þegar Orri Sveinn átti skot í stöngina en 2 mínútum síðar gulltryggði Baldur Sigurðsson sigur Stjörnunnar.

Í Grindavík voru Íslandsmeistarar Vals í heimsókn. Grindvíkingar komust yfir eftir 13 mínútur þegar Aron Jóhannsson skoraði með skoti sem Anton Ari í markinu hjá Vals hefði átt að verja.

Patrick Pedersen jafnaði metinn fyrir Valsmenn í lok fyrri hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo ekki fyrr en á 87. mínútu þegar Sito skoraði beint úr aukaspyrnu.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Á Kópavogsvelli mættust Breiðablik og Víkingur Reykjavík. Eftir rólegan fyrri hálfleik fengu bæði lið góð færi í síðari hálfleiknum til að skora.

Á 86. mínútu leiksins átti Gísli Eyjólfsson skot í slánna og niður og vildu Blikar meina að boltinn hefði farið yfir línuna en ekkert mark var dæmt.

Blikar fengu síðan tvö dauðafæri í uppbótartíma. Sveinn Aron Guðjohnsen hitti boltann illa í algjöru dauðafæri áður en Davíð Kristján skallaði boltann í stöngina.

Leiknum lauk þó með markalausu jafntefli á grasinu í Kópavogi.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Stjarnan 3 - 0 Fylkir
1-0 Guðjón Baldvinsson ('13 )
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('21 )
3-0 Baldur Sigurðsson ('82 )

Grindavík 2 - 1 Valur
1-0 Aron Jóhannsson ('13 )
1-1 Patrick Pedersen ('44 , víti)
2-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('87 )

Breiðablik 0 - 0 Víkingur R.

Athugasemdir
banner
banner
banner