Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. ágúst 2014 16:04
Jóhann Ingi Hafþórsson
1. deild: ÍA sigraði Leikni í toppslagnum
Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins gegn Leikni.
Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var heldur betur líf og fjör í 1. deild karla í dag.

Fimm leikjum var að ljúka og hæst ber að nefna að ÍA vann Leikni í toppslag deildarinnar. Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins rétt fyrir leikslok úr vítaspyrnu. Þetta var aðeins annað tap Leiknis í deildinni í sumar og nú skilja aðeins fjögur stig liðin af.

Skagamenn stigu stórt skref í átt að Pepsi-deildinni með sigrinum.

BÍ/Bolungarvík hefur nú unnið þrjá leiki af síðustu fjórum og eru komnir langt með að tryggja sæti sitt í deildinni að ári.

KV tókst ekki að vinna KA þrátt fyrir að spila síðasta hálftímann manni fleiri og eru í afar erfiðri stöðu í næst síðasta sætinu.

HK 0 - 0 Þróttur

Leiknir 0 - 1 ÍA
0-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson - Víti ('91)

Grindavík 1 - 1 Haukar
1-0 Juraj Grizelj - Víti ('48)
1-1 Aron Jóhansson - Víti ('82)

BÍ/Bolungarvík 2 - 1 Selfoss
1-0 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('44)
1-1 Geir Kristinsson ('66)
2-1 Agnar Darri Sverrisson ('70)
Rautt spjald: Svavar Berg Jóhansson, Selfoss ('26)

KV 2 - 2 KA
1-0 Kristófer Eggertsson ('5)
1-1 Atli Sveinn Þórarinsson ('42)
2-1 Kristófer Eggertsson ('47)
2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('61)
Rautt spjald: Karstern Vien Smith, KA ('61)

Athugasemdir
banner
banner
banner