Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 23. ágúst 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Heimir: Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt
Heimir fer yfir málin á fréttamannafundi í dag.
Heimir fer yfir málin á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, kynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu í undankeppni HM þann 5. september næstkomandi. Viðar Örn Kjartansson og Hólmar Örn Eyjólfsson koma inn í hópinn frá því á EM.

Viðar Örn er markahæstur í Svíþjóð en hann kemur inn í hópinn á nýjan leik eftir að hafa ekki verið með á EM í Frakklandi. „Hann er í toppstandi. Það lekur allt inn hjá honum og við vonumt til að geta yfirfært það í landsliðið okkar," sagði Heimir.

Eftir gott gengi á EM er komið að næsta verkefni hjá landsliðinu sem er undankeppni HM 2018.

„Velgengni er ekki endastöð, hún er stanslaust ferðalag í rétta átt. Við þurfum að einbeita okkur að því að koma mönnum andlega í réttan gír. Við vorum ákaflega vel stemmdir andlega í öllu mótinu í Frakklandi og við þurfum að reyna að endurskapa það andrúmsloft aftur."

Heimir segir mikilvægt að ná góðri byrjun í riðlinum en framundan eru fjórir leikir hjá íslenska landsliðinu á þessu ári.

„Í síðustu tveimur keppnum höfum við unnið fyrsta leik og það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja vel. Þessi riðill er jafn og hvert einasta stig og jafnvel hvert einasta mark, skiptir máli. Það þarf að ná fullri einbeitingu og spila okkar besta leik."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Heimir meðal annars félagaskipti hja landsliðsmönnum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner