Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 23. september 2016 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brjálaður út í Guardiola - „Leikmenn eins og hundar"
Sambandið er ekki gott hjá Pep Guardiola og Yaya Toure
Sambandið er ekki gott hjá Pep Guardiola og Yaya Toure
Mynd: Getty Images
Sumir umboðsmenn hafa gaman af því að grípa fyrirsagnirnar. Þar fer fremstur á meðal jafningja, hann Mino Raiola, en upp á síðkastið hefur Dimitri Seluk, umboðsmaður Yaya Toure hjá Manchester City, verið duglegur að koma sér í fréttirnar. Hann hefur átt í miklum orðaskiptum við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og það hefur vakið mikla athygli.

Þetta byrjaði allt þegar Guardiola ákvað að velja Yaya Toure ekki í Meistaradeildarhóp sinn fyrir tímabilið, en það var Seluk alls ekki sáttur með. Hann sagði Guardiola sýna vanvirðingu.

Þetta tók Guardiola ekki vel í og bað um afsökunarbeiðni frá bæði Yaya Toure og umboðsmanninum, en það var eitthvað sem Seluk tók ekkert sérstaklega vel í.

„Ég skal biðjast afsökunar ef Pep biður Pellegrini afsökunar fyrir það sem hann gerði honum. Svona gera alvöru herramenn ekki, Pellegrini hegðaði sér eins og herramaður. Guardiola þarf líka að biðja Joe Hart afsökunar, það er rangt af honum að koma til Englands og byrja á því að losa sig við Englendinga," sagði Seluk á dögunum.

Hann var svo í viðtali hjá BBC Sport í dag og þar kom hann fram með ansi skrautleg ummæli um spænska stjórann.

„Pep Guardiola - hann hugsar bara um sjálfan sig. Hann heldur nú þegar að hann sé orðinn guð," sagði Seluk og hélt svo áfram og sagði meðal annars að Guardiola kæmi fram við leikmenn eins og hunda. „Það hafa margir skrýtnir hlutir gerst hjá Manchester City vegna þess að Yaya hefur spilað þarna í mörg og það sama er hægt að segja um Joe Hart. En það kom þarna inn nýr þjálfari sem segir, 'allt í lagi, þessir leikmenn eru eins og hundar."

Yaya Toure er samningsbundinn Manchester City út þetta leiktímabil og það eru litlar sem engar líkur á því að sá samningur verði framlengdur.


Athugasemdir
banner
banner
banner