Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. september 2017 11:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bað Barcelona um að hætta að áreita Coutinho
Coutinho á æfingu.
Coutinho á æfingu.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Der Spiegel hefur komið sér upp um tölvupósta sem sýna samskipti á milli Liverpool og Barcelona í sumar.

Tölvupóstarnir sýna nýtt sjónarhorn á eltingarleik Barcelona við Philippe Coutinho, leikmann Liverpool.

Barcelona reyndi að kaupa hann í sumar, án árangurs.

Tölvupóstarnir sýna að fyrsta tilboð Barcelona var upp á 72 milljónir punda en því hafnað þann 20. júlí. Liverpool gaf Barcelona svar þar sem þeir sögðu að Coutinho væri ekki fáanlegur fyrir neina upphæð.

Snemma í ágúst sendi Barcelona annað tilboð, upp á 90 milljónir punda, en Michael Edwards, stjóri íþróttamála hjá Liverpool, sendi þeim svar við því og sagði: „Ég ætla að biðja ykkur um að hætta að áreita Coutinho. Engin peningaupphæð mun breyta skoðun okkur."

Katalóníustórveldið sendi síðan tilboð númer þrjú undir lok félagaskiptagluggans. Það var upp á 114 milljónir punda, en eins og gefur að skilja var því tilboði líka hafnað.

Samkvæmt Der Spiegel hefði Coutinho fengið 115 milljónir evra í árslaun yfir fimm ár og þá hefði umboðsmaður hans líka fengið dágóða summu.

Coutinho hefur byrjað undanfarna leiki og Liverpool og búist er við því að hann byrji líka í dag gegn Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner